Gallerí Kærleikssetrið

Í Kærleikssetrinu, Þverholti 5 í Mosfellsbæ hefur verið opnað lítið notalegt gallerí.

Á boðstólum verður ýmislegt til gjafa á góðu verði, svo sem myndlist eftir Rúnu K. Tetzschner, listhandverk Kömmu Níelsdóttur, ilmkjarnaolíur Eddu Hringsdóttur, reykelsi móðurinnar o.fl.

Verið velkomin að setjast niður og njóta. Gourmet kaffi á boðstólum.

Opið alla virka daga kl. 15-18.30.

Rúna K. Tetzschner vinnur við myndir sínar á staðnum þriðjudaginn 18. desember og miðvikudaginn 19. desember. Gestum og gangandi gefst þá tækifæri til að kynnast óvenjulegri tækni sem Rúna hefur þróað við myndir sínar og sjá hvernig hún bræðir glitrandi liti á pappír.