ÆVINTÝRAVERÖLD ÓFÉTANNA FYRIR HRESSA KRAKKA

Ófétin eru litlar skemmtilegar verur sem búa í blómum og fljúga á fiðrildum. Þau minna á blómálfa en hafa krækiklær og gullinhærðu og svarthærðu ófétin rífast sífellt, slást og berjast.

Hjá ófétunum er hið smáa risavaxið og allt fullt af undrum og óvæntum uppákomum.

Friði, kærleik og vináttu er teflt fram gegn stríði, hatri og vonleysi.

Ævintýraheimur ófétanna birtist í máli, myndum og tónlist.

Hetjurnar eru börn og unglingar. Jafnt sagan sem lögin henta hressum krökkum og öllum sem unna góðum ævintýrum.

Ófétin yndislegu eiga án vafa eftir að gleðja heiminn um ókomna tíð.