Heimsljós messan - Í flæði ljóss og lita

Myndir Rúnu K. Tetzschner má nota við hugleiðslu og skapandi ímyndun

Myndir eftir Rúnu K. Tetzschner verða til sýnis á Heimsljós messunni í Lágafellsskóla, Mosfellsbæ, helgina 7.-8. september. Myndirnar birta töfrafulla ævintýraveröld, andlegan fegurðarheim handan hversdagsins þar sem gleði og litir ríkja og ljósstraumar flæða. 

Laugardaginn 7. september kl. 11-12 flytur Rúna fyrirlestur um hvernig nota má myndirnar við hugleiðslu eða skapandi ímyndun.

Tilgangurinn er að miðla fallegum og jákvæðum boðskap til heimsins.