Um Gullkornasandinn

Í bókinni eru ævintýraleg og dulúðug ljóð með mikilli hrynjandi, sum eins og óreglulegar þulur eða ljóðsögur, önnur ort undir fornyrðislagi í anda þjóðlegrar hefðar. Skáldið bregður upp litríkum ljóðmyndum og eys úr gnægtabrunni íslenskrar tungu.

Kveðja til engils 2003

Í bókinni eru sorgar- og ástarljóð skáldsins til látinna ástvina, unnusta og barns. Ljóðin tjá sárar tilfinningar á látlausan hátt, eru auðskilin öllum og hafa veitt syrgjendum huggun. Þau eiga sérstakt erindi til fólks sem lent hefur í sorg eða til þeirra sem öðlast vilja dýpri skilning á hvað slíku fylgir.

Rúna K. Tetzschner tileinkar bókina Þorgeiri Rúnari Kjartanssyni (1955-1998).

Kveðja til engils er 24 síður og var einungis prentuð í 100 tölusettum eintökum (24 bls.). Þau seldust upp strax við útkomu bókarinnar og var hún þá endurprentuð í 50 eintökum. Örfá eru eftir.

Forsíðumyndin er eftir Rúnu sjálfa sem hefur einnig hefur handskreytt bækurnar og bundið þær inn.

Gullkornasandurinn 2003


Upphiminn leiftrar í upprás sólar,
innhafið tært af fögnuði ljómar,
laufskógabreiður bylgjast limfagrar
við launhvískur stórlátra aspa;
smáfuglar kvaka, syngjandi’ af kæti
við klingjandi tónfall silfurlækja,
breiða úr sér engin ilmandi’ af grósku,
ástin í dulrjóðrum blómstrar. [...]


© Rúna K. Tetzschner