Námskeið og listasmiðjur

Rúna stendur um þessar mundir fyrir námskeiðum í samvinnu við Liti og föndur þar sem hún kennir sérstæða blandaða tækni og litanotkun sem hún hefur þróað síðan 1999 og notar á sínar eigin myndir.

Litir bræddir á pappír og fleira skemmtilegt

Á námskeiðum kynnast nemendur sérstakri blandaðri tækni þar sem bæði er málað og teiknað og fá að spreyta sig á frumlegri samsetningu ólíkra litamiðla. Málað og teiknað er á pappír og einkum notast við vatnstússliti (tombow), fíngert fljótandi glimmer og glitrandi duftliti sem bræddir eru á pappírinn með hitatæki (embossing). Litirnir fanga ljósglampa og ljósbrigði á óvæntan hátt og gefa sérstæða og fallega áferð.

Unnið er að myndum.

Verð: kr. 4.800,- Efni er innifalið.

Leiðbeinandi: Rúna K. Tetzschner myndlistarmaður.

Skráning fer fram hjá Litum og föndri í
síma 55 22 500 eða í versluninni á Smiðjuvegi 5, Kópavogi.

 

Fyrir félög og hópa

Hægt er að fá Rúnu til að halda námskeið, til dæmis hjá félögum eða hópum. Þátttakendur þurfa að lágmarki að vera fimm.

Skrautritun

Auk námskeiða í sérstakri litatækni getur Rúna boðið upp á námskeið í skrautritun.