RÚNA K. TETZSCHNER - FERILSKRÁ

Menntun

• Stúdentspróf frá Menntaskólanum í Reykjavík 1988.
• B.A. próf í íslensku frá Háskóla Íslands 2003.
• Nám í Myndlistaskólanum í Reykjavík 1977-1983 og 1991.
• Námskeið í skrautritun og keramik í Tómastundaskóla Kópavogs 1989.
• Námskeið í fornleifaskráningu á Þjóðminjasafni Íslands 1995.

• Námskeið í landvörslu hjá Náttúruvernd ríkisins 1997.
• Starfsþjálfun í vefumsjón á námskeiðum hjá Hugsmiðjunni 2006-2007.

Helstu fræða- og safnastörf

Þjóðminjasafn Íslands 1996-2008

Maí-ágúst 1996:
• Sumarstarf við fornleifarannsókn á Hofsstöðum í Garðabæ

1998-2003:
• Sérfræðingur á rannsóknasviði Þjóðminjasafnsins (Fornleifar og Húsasafn): M.a. fornleifarannsóknirnar Hofsstöðum í Garðabæ og í Reykholti í Borgarfirði. M.a. aðstoðarstjórnandi Hofsstaðarannsóknar og upplýsingafulltrúi Reykholtsrannsóknar.
• Fornleifaskráning og skýrslugerð í Mosfellsbæ, Garðabæ, sér í lagi Garðahverfi, Álftanes o.fl.
• Gerð margmiðlunarefnis fyrir minjagarð í Hofstöðum.
• Skráning og úrvinnsla gagna fyrir Húsadeild Þjóðminjasafnsins, m.a. handritalestur og skráning fyrir verkefnið Kirkjur Íslands.

2004:
• Verkefnisstjóri Radda fyrri alda, hljóðstöðva á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins, við sýningargerð fyrir enduropnun safnsins 2004.
• Gerð margmiðlunarefnis, einkum margmiðlunarkynningar um Þróun húsagerðar á Íslandi eftir 1500.
2005:
• Sérfræðingur í skráningu á Rannsóknasviði Þjóðminjasafnsins. Allir minjaflokkar.

2006-2008:
• Kynningarstjóri Þjóðminjasafnsins. M.a. samskipti við fjölmiðla, ritstjórn, útgáfustjórn, auglýsingagerð, vefstjórn og yfirumsjón með gerð nýs vefs fyrir safnið, sbr. http://www.thjodminjasafn.is/.

Önnur safna- og rannsóknastörf

2002-2006:
• Hólarannsóknin. Þátttakandi í þverfaglegu og alþjóðlegu fornleifarannsókninni á Hólum í Hjaltadal sem Háskólinn á Hólum, Byggðasafn Skagafjarðar og Þjóðminjasafnið stóðu að.
• Yfirumsjón fornleifaskráningar í Hjaltadal og Fjarðabyggð og verkstjórn í uppgrefti.
• Handritalestur og skráning. Yfirferð allra úttekta um hús Hólastaðar sem geymd eru á Þjóðskjalasafni Íslands.
• Eigin nafnfræðirannsókn: Nytjar í nöfnum.
• Örnefnarannsóknin, Nytjar í nöfnum, birt í samnefndri bók sem út kom á vegum Hólarannsóknarinnar og Örnefnastofnunar Íslands 2006.

2004:
• Ritari NORNA, norrænna nafnfræðisamtaka, og ritstjóri útgefinna greina á vegum samtakanna.
2008:
• Úttektir Hólastaðar búnar undir útgáfu í ritinu Bauka-Jón sem Hólaútgáfan gaf út.

2009-2010:
• Heimildakönnun og handritalestur við þjóðlenduverkefnið á Þjóðskjalasafni Íslands, unnið fyrir Óbyggðanefnd ríkisins.
• Uppbygging nýs jarðavefs fyrir Þjóðskjalasafnið.
• Gerð nýrrar heimasíðu fyrir Lækningaminjasafn Íslands, sjá http://www.laekningaminjasafn.is/.

Sýningar

Ísland 1999-2012:
• Einkasýning á Bókasafni Kópavogs í tengslum við norræna bókasafnsviku, nóvember 1999.
• Einkasýning á Café Karolínu, Akureyri, september 2003.
• Einkasýning í Gallerí Horninu, Reykjavík, desember 2003.
• Einkasýning í Fjöruhúsinu; Hellnum á Snæfellsnesi, júní 2004.
• Þátttaka í handverkssýningu í Hrafnagili, ágúst 2005.
• Einkasýning í Borgarbókasafninu, aðalsafni, í tengslum við menningarnótt í Reykjavík, ágúst 2005.
• Einkasýning á Bókasafni Garðabæjar, nóvember 2005.
• "Ævintýraheimur ófétanna" - einkasýning í Kringlunni, Reykjavík, nóvember 2005.
• "Þetta vilja börnin sjá", þátttaka í samsýningu í Gerðubergi, Reykjavík, desember 2005.
• Einkasýning í Deiglunni, Akureyri, júní 2006.
• Einkasýning á Bókasafni Hveragerðis, október 2006 - janúar 2007.
• Einkasýning í Fjöruhúsinu, Hellnum á Snæfellsnesi, júní 2007.
• Þátttaka í Desembermarkaði, listhandverksmarkaði Laugavegi 172, desember 2008.
• Þátttaka í listhandverksmarkaði á Korpúlfsstöðum, Mosfellsbæ, desember 2009.
• Þátttaka í samsýningunni "Eitthvað íslenskt", Skólavörðustíg 14, Reykjavík, desember 2010.
• Fastur sýnandi í L51 ArtCenter, Laugavegi 51, nóvember 2010 til dagsins í dag.
• "Logafjöll og ljósadans" - sérsýning Rúnu K. Tetzschner í L51 ArtCenter, apríl 2012.
• Þátttaka í "Heimsljós Hátíðinni" í Mosfellsbæ, 8.-9. september 2012.

Danmörk 2009:
• Café Fair, Álaborg, júlí - september 2009.
• Frederikshavn Bibliotek, Kulturhuset, Norður-Jótlandi, ágúst - september 2009.
• Þátttaka í listhandverksmarkaði í Mariager, Norður-Jótlandi, júní 2009.
• Þátttaka í listhandverksmarkaði í Galleri Hou, Norður-Jótlandi, júní 2009.
• Þátttaka í listhandverksmarkaði í menningarhúsinu Huset, Álaborg, 6. september 2009.

Danmörk 2010:
• Einkasýningin "Flammende vulkaner og funklende nordlys" (Logandi fjöll og leiftrandi ljós). Det Hvide Fyr, Skagen, Norður-Jótlandi, 21. júní - 4. júlí 2010.
• Þátttaka í listhandverksmarkaði í Mariager, 11. og 18. júlí 2010.
• Þátttaka í og framkvæmdastjórn íslensk-danskrar samsýningar "Jordens kræfter - Jordens lys" (Frumkraftar jarðar - Funandi ljós) í menningarhúsinu Gøgsigs Pakhus, Sindal, Norður-Jótlandi 23.-29. ágúst 2010. Sýndi með Önnu K. Jóhannsdóttur keramiker og myndlistarmanni, Ulla Holm Nielsen keramiker, Kömmu Níelsdóttur Dalsgaard hönnuði og Gitte Lis Thomsen myndlistarmanni.
• Þátttaka í listhandverksmarkaði í menningarhúsinu Huset, Álaborg, 5. september 2010.
• Einkasýning á Trekanten, bókasafni og menningarhúsi, Álaborg, 31. ágúst til 29. september 2010.
• Þátttaka í listhandverksmarkaði í safninu Godthåb Hammerværk, Svenstrup, skammt frá Álaborg, 12. september 2010.
Einkasýning í Spar Nord, Vester-Hassing, Norður-Jótlandi, 17. ágúst - 17. september 2010.
• Þátttaka í samsýningu í Musikhuset, Esbjerg, Suður-Jótlandi, 25.-26. september 2010.

Danmörk 2011:
• Einkasýning í Hjallerup Kulturhus, Norður-Jótlandi, janúar og febrúar 2011.
• Þátttaka í samsýningu í Aalborg Kongres & Kultur Center, 4.-6. mars, Álaborg, 2011.
• Sýning í Frederikshavn Bibliotek, Kulturhuset, Norður-Jótlandi, apríl 2011. Sýndi með Kömmu Níelsdóttur Dalsgaard.
• Sýning í miðaldaklaustrinu Børglum Kloster, Vrå, á Norður-Jótlandi, 5. maí - 15. júní, 2011. Sýndi með Kömmu Níelsdóttur Dalsgaard.
• Þátttaka í listhandverksmarkaði, Sæby Havn, Norður-Jótlandi,16.-17. júlí 2011.
• Þátttaka í listhandverksmarkaði, Galleri Hou, Norður-Jótlandi, 24. júlí 2011.
• Þátttaka í listhandverksmarkaði, Godthåb Hammerværk, Svenstrup J, Norður-Jótlandi, 11. september 2011.
• Einkasýning í Kulturhus Måløv, skammt frá Kaupmannahöfn, 31. ágúst - 16. september, 2011. Sýndi með Kömmu Níelsdóttur Dalsgaard.
• Þátttaka og framkvæmdastjórn sýningar í Kunstgalleri DetViVil, Børglum, Norður-Jótlandi, 24. júní - 25. september 2011. Sýning með myndlist og listhandverki; 14-21 sýnendur. Rúna K. Tetzschner stofnaði galleríið ásamt Önnu K. Jóhannsdóttur, Erlu Poulsen Kjartansdóttur og Gitte Lis Thomsen. Erla Poulsen Kjartansdóttir rekur nú DetViVil.
• Þátttaka í samsýningu í NRGi Park, Árósum, 30. september - 2. október 2011.

Danmörk 2012:
• Þátttaka í samsýningu í Falconer Centret, Kaupmannahöfn 3.-5. febrúar 2012.
• Þátttaka í samsýningu í Aalborg Kongres og Kultur Center, Álaborg, 2.-4. mars 2012.
• Þátttaka í páskasýningu Løkken Billedsamling 2012, Bókasafnið í Løkken, Norður-Jótlandi, 5.-9. apríl 2012. Samsýning með níu öðrum listamönnum.
• "Island i fokus". Íslensk-dönsk sýning á Trekanten, menningarhúsi í Álaborg 14.-22. apríl 2012. Sýnendur: Rúna K. Tetzschner, Kamma Níelsdóttir Dalsgaard, Erla Poulsen Kjartansdóttir, Anna K. Jóhannsdóttir o.fl. Skipuleggjendur: Dansk-Islandsk Forening, Foreningen Norden og Trekanten, Kulturhus og Bibliotek.
• Fastur sýnandi í Galleri Hou, Norður-Jótlandi, apríl - september 2012.
• Fastur sýnandi í Galleri Blokhus - Kunstnerhuset Karnappen, Blokhus, Norður-Jótlandi. Frá maí 2012 og áfram.
• Þátttaka í samsýningunni "Cybereliten", Galleri Skovfred, Vordingborg, Suður-Sjálandi 1. júní - 15. júlí 2012.
• Þátttaka og framkvæmdastjórn íslensk-danskrar samsýningar "Fra bjerge og brusende vandfald til den bølgende Mariagerfjord" í menningarhúsinu Det Røde Pakhus, Hobro, Norður-Jótlandi. Sýnendur: Rúna K. Tetzschner, Anna K. Jóhannsdóttir, Jóhanna K. Óskarsdóttir, Erla Poulsen Kjartansdóttir, Karin Lykke Waldhausen, Else Rasmussen, Karen-Lisbeth Rasmussen, Lone Worsøe, Dagrún Íris Sigmundsdóttir og Kamma Níelsdóttir Dalsgaard.
• Sýning hjá Teosofisk Forening - Guðspekifélaginu í Kaupmannahöfn, 1. ágúst - 15. október 2012.
• Þátttaka í samsýningu í NRGi Park, Árósum, 28.-30. september 2012.
• Þátttaka í októbersýningu í ArtGallery DetViVil í Børglum 1.-31. október 2012.

 

Helstu störf á listrænum vettvangi

1997
• Starfsmaður í kaffigalleríi og listasmiðju, Ömmu í Réttarholdi, í Ísafold 1997.

1999 fram til dagsins í dag:
• Útgáfustjóri og listrænn framkvæmdastjóri hjá Ljósi á jörð / Jordens lys.
• Framkvæmdastjóri listrænna viðburða með þátttöku fjölda listamanna, þ.e. skálda, tónlistarmanna og myndlistarmanna. Sérstaklega má nefna:
- Skáldið sem dó & skáldið sem lifir 2003.
- Ljóð í lífið 2004.
- Ævintýraheimur ófétanna 2005-2009 (m.a. þátttaka á Jónsmessuleikum við listasumar á Akureyri og listasmiðjur fyrir börn, sýningar á ýmsum bókasöfnum, upplestur, söngur og tónlistarflutningur, skóla- og leikskólaheimsóknir, tvennir tónleikar í Bústaðakirkju).
- Óður eilífðar 2008 ((1.) útgáfa 384 bls. bókar með ljóðum Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar og listaverkum 10 myndlistarmanna, (2.) tónleikar með stórsveit, kór, leikurum, söngkonu o.fl.).
- Skipulagning og framkvæmdastjóri samsýninga í Danmörku ("Jordens kræfter - Jordens lys / Frumkraftar jarðar - Funandi ljós" 2010 og "Fra bjerge og brusende vandfald til den bølgende Mariagerfjord" 2012).
- Stofnun ArtGallery DetViVil, gallerís í Børglum á Norður-Jótlandi (skammt norðan Álaborgar) 2011. (Um tuttugu listamenn sýna að jafnaði í galleríinu).
• Ritstörf.
• Skrautritunar- og myndskreytingarverkefni.
• Myndlistarsköpun og sýningarhald hafa verið í fyrirrúmi árin 2009-2012
.

Ritverk

Ljóðabækur:
• Kveðja til engils 2003.
• Gullkornasandurinn 2004.
• Í samræðum við þig 2004.
• Auk þess 79 gerðir af myndskreyttum ljóðakortum og listaverkakortum, útgefin 1999, 2002, 2003, 2004, 2008, 2009 og 2010.
• Ritstjóri og myndaritstjóri bókarinnar Óður eilífðar með ljóðasafni Þorgeirs Rúnars Kjartanssonar og myndum eftir hann og fleiri myndlistarmenn. Rúna er höfundur inngangs ásamt Guðmundi Andra Thorssyni og á einnig myndir í bókinni. Aðrir myndlistarmenn: Hannes Lárusson, Halldór Ásgeirsson, Tómas Atli Ponzi, Friðríkur, Erla Þórarinsdóttir, Gunnar S. Magnússon, Sigurður K. Þórisson og Steingrímur Eyfjörð (384 bls.).

Barnaefni:
• Barnaefni í hljóðstöðvum á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins 2004, sjá að neðan.
• Ófétabörnin, myndskreytt barnabók 2005.
• Ævintýraheimur ófétanna, barnadiskur ljóðum og myndskreyttu ljóðakveri 2008. Ljóð og myndir: Rúna K. Tetzschner, lög: Ósk Óskarsdóttir.


• Á fræða- og safnasviði:
• Fornleifaskráning á Breiðabólstað á Álftanesi 2001.
• Fornleifaskráning í Vatnsdal 2002.
• Fornleifaskráning í Garðahverfi 2004.
• Fornleifaskráning í Mosfellsbæ 2006.
• Nytjar í nöfnum. Örnefni í nágrenni Hóla í Hjaltadal. 2006.
• "Nogle stednavne i nærheden af Hólar i Hjaltadalur." Grein sem birtist í ráðstefnuriti NORNA árið 2008.
• Margmiðlunarkynningar í minjagarði á Hofsstöðum í Garðabæ 2005.
• Margmiðlunarkynning um þróun húsagerðar á Íslandi eftir 1500, 2004.
• Fjögur leikverk í hljóðstöðvum á grunnsýningu Þjóðminjasafnsins 2004:
  1. Landnámskonan og sveinninn Helgi.
  2. Miðaldahöfðinginn og höfðingjadóttirinn.
  3. Nunnan í Reynistaðaklaustri og Daði ljósberi.
  4. Prentarinn á Hólum í Hjaltadal og prentaradóttirin.

Ýmis ritstörf í starfi kynningarstjóra Þjóðminjasafns Íslands árin 2006-2008:
• Kynningargreinar um Þjóðminjasafn Íslands sem birtust í blöðum og allar fréttatilkynningar safnsins tímabilið apríl 2006 til apríl 2008.
• Texti auglýsinga safnsins sama tímabil.
• Greinar á vef Þjóðminjasafnsins og vefritstjórn sama tímabil.