VATNSLITAMYNDIR MEÐ BLANDAÐRI TÆKNI

Aðferð

Rúna K. Tetzschner hefur þróað sérstaka tækni með vatnslitum og glitrandi duftlitum.

Vatnslitirnir eru í formi tússlita með pensiloddi en jafnframt notar Rúna venjulega vatnsliti og pensla. Meðal duftlitanna eru silfur, platín, brass, gull, kopar og einnig litir úr hefðbundnu litrófi.

Duftlitirnir eru bræddir á pappírinn með sérstöku hitatæki og fá þá málmkennt og ögn upphleypt yfirbragð. Einnig málar Rúna stundum með fíngerðu fljótandi glimmeri. 

Hinir glitrandi litir gefa sérstaka áferð sem fangar ljósið og auka þrívíddaráhrif myndanna.